var annrík hjá allri fjölskyldunni. Smábátur hafði af tvær leikæfingar, sumarbústaðaferð með afanum og ömmunni og slatta af píanóæfingu. Hann er að verða þessi fíni artífart.
Við hin höfðum það rólegra. Í gær kom heill haugur af "köllum" eins og Smábátur myndi kalla þá, og einn þeirra hafði meðferðis hana Völu vinkonu. Urðu miklir fagnaðarfundir vinkvennanna sem báðar áttu að fæðast föstudaginn 13., en gerðu hvorug.
Þetta var annars alveg hreint glimmrandi fínn leikur. (Þetta var svona ull á alla Púlarana sem ég þekki. ;-)
Í dag fórum við á heilsusýninguna í Egilsshöll og skoðuðum fullt og ég keypti mér stóran bolta til að gera æfingar á og með. Svo fengum við bæklinar um allt mögulegt. M.a. um dansnámskeið sem væri akkúrat fyrir okkur. Spurningin er bara, hver nennir að passa á milli 9 og 10, 14 fimmtudaxkvöld í röð. Einhver? Nah, ætli það.
Og svo er bara komin vika aftur. Þetta gerist alltaf.
10.9.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þetta með pössunina - hún Habbý okkar auglýsti eftir einhverjum til að fara með henni í ungbarnasund alla fimmtudaga í x mánuði og eftirspurnin varð meiri en framboðið. Ég myndi þess vegna í ykkar sporum ekki slá dansinn út af ... gólfinu fyrr en þið væruð búin að prófa þetta í alvöru. Kannski fyndist viðkomandi meira gaman að mega koma með og horfa á æfingarnar ...
Berglind Steins
Já, ég er hrædd um að það sé ekki alveg jafnspennadi að sitja heima hjá okkur yfir tveimur meira eða minna sofandi börnum. Við eigum reyndar um milljón myndir á vídjóspólum og dvd...
Skrifa ummæli