5.10.06

Kakkalakkafaraldurshætta

Haugur manns hefur eytt síðustu sólarhringum í snjókasti um trúmál í bloggheimum. Þó svo að ég líti kommentatölur ýmissa öfundaraugum þá nenni ég ekki í þær. Er enda að vera óttalegur búddisti með aldrinum.

Í fyrrinótt dreymdi mig fullt af kakkalökkum. Það finnst mér nokkuð merkilegt, vegna þess að ég hef aldrei séð svoleiðis með berum augum. Ætli þetta sé faraldurshættan? Óttalegur subbuskapur sem hefur alltaf fylgt þessum könum, annars. Fyrst komu þeir með hermannarottur, sem voru með sogblöðkur á löppunum og gátu hlaupið upp um loft og veggi, og svo skilja þeir bara eftir sig kakkalakka þegar þeir fara. Sussumþvuss.

Er annars öll að klára að jafna mig eftir síðustu helgi. Held ég. Sem passar akkúrat vegna þess að í kvöld ætla ég á Þetta mánaðarlega í Þjollanum, við milljónta mann, að mér heyrist, og ætla vissulega að bjóða öðru geðstropunarkasti heim með allavega einum bjóri. Í vinnslu er enn pistillinn um þunn-glindið, sem fjallar um hví áfengi er eitur þunglyndissjúklinga... Ja, ég gæti reynt að kalla þetta rannsóknarvinnu?

Í alvöru talað er þetta farið að minna sjálfa mig á röksemdirnar sem ég brúkaði fyrir reykingum, hér í eina tíð. Svo hætti ég bara að reykja þegar ég varð ólétt... og það er bara miklu betra að gera það ekki. Svo þarf ég sennilega að komast endanlega að því hvað er miklu betra fyrir mig að drekka ekki, og hætta því. Svo endar sennilega með því að ég verð orðin fanatískari en amma mín fyrir westan. Og það er nú slatti.

Enn sem komið er stunda ég þó stöku bjór og einstöku fyllerí. En ég er að sjá betur og betur hvað ég geri geðheilsu minni með því, til lengri og skemmri. Og það sem ég geri geðheilsu minni geri ég líka fjölskyldunni minni.

Ætla ég ennþá að drekka áfengi í kvöld? Hmmmm...

4 ummæli:

Ásta sagði...

Ég gerðist svo djörf að drekka heilan bjór eftir sýningun á þriðjudaginn og galt fyrir það með heiftarlegur mígrenikasti daginn eftir.

Ef þig vantar bjór á ég 4 í ísskápnum sem ég ætla aldrei að drekka. Það bara einfaldara að sleppa því.

fangor sagði...

er fólk að rífast um trúmál? hvar þá helst? ég sé ekkert nema ládeyður á flestum bloggum og engar spennandi umræður *andvörp*
ég skal drekka bjórana þína ásta mín:þ

Sigga Lára sagði...

Gummie er með linka inn á eitthvað af sínu bloggi. Svo er eitthvað inni á Magga Teits. (Davíð Þór fékk 53 komment!!! Og Maggi var kominn með 17 síðast þegar ég gáð. Ég öfunda þá. Samt ekki nóg til að nenna að blanda mér í málið og þykjast hafa skoðun á þessu.)

Nafnlaus sagði...

...og þú græðir hér eitt comment þó það sér frekar innihaldsrýrst þá telur það.