3.10.06

Strop

Þetta mánaðarlega hjá Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Líka fimmtudaxkvöld. Ekki missa af.

Annars þarf ég að gera játningu. Ég er nefnilega perri. Öfugt við flesta þunglyndissjúklinga finnst mér fátt skemmtilegra en atvinnuleit. Nema ef vera skyldi húsnæðisleit. Ég er ein af þeim sem fíla fasteignasjónvarpið í tætlur. Svo ekki sé nú minnst á fasteignablaðið. Og nú er svo komið að eigindur Imbu-Skjálfar hafa lýst yfir áhuga á að fá húsnæðið til eigin afnota. Og ég er himinlifandi.

Nú hef ég Alvöru-Ástæðu fyrir að hanga á fasteignavefnum. Er búin að stofna eignamöppu og í henni eru 17 íbúðir sem margar koma sterklega til greina. En næsta mál er hins vegar að safna saman pappírum í greiðslumat. Er minni perri fyrir því. Samt soldill. Það er nefnilega hægt að setja þær í möppu.

Er annars enn að jafna mig eftir helgina. Er að brugga annan þunglyndispistil sem fjallar um þunglyndi og áfengisneyslu. Hann á að heita Þunn-Glindi. Wittí? Ha?

Allt er á suðupunkti. Smábátur og Rannsóknarskip eru á leiðinni í frumraunirnar sínar í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég ætla ekki fyrr en á fimmtudaginn. Þá fær Hugga Móða nú aldeilis að sýna hvað í sér býr.

Allavega, ég ætla að halda áfram að skoða myndirnar af öllum íbúðunum sem mig langar í, og andvarpa frygðarlega.

2 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Þið fáið sko ekkert að flytja neitt úr Vesturbænum. Bara svo það sé á hreinu. Annars kemur blogger og hggwtxni ykkur.

Sigga Lára sagði...

Neinei. Það er heldur ekkert inni í myndinni. Dettur ekki í hug að fara að skipta aftur um skóla á Smábátnum.