28.10.06

Til lukku

Það er komin laugardagur. Og sól, meiraðsegja. Fyrir akkúrat 9 mánuðum síðan hef ég ekki hugmynd um hvernig veðrið var. En þá öskraði ég stanslaust í heilan dag. Í dag, þegar klukkuna vantar tvær mínútur í 6, síðdegis, verður Freigátan 9 mánaða.
Í tilefni af því skulum við hafa myndir:



Freigátu finnst ógurlega gaman að vera úti. Ég er að vonast til að það endist henni eitthvað fram á aðeins efri ár þannig að ekki þurfi að draga hana með valdi frá tölvunni, dax daglega, eins og suma ónefnda Smábáta. ;-)


Og talandi um Smábáta, svona voru þeir nú smáfríðir, hann og Eiríkur vinur hans, þegar þeir voru á leið í "Draugaafmæli" á föstudaginn 13. október.

Engin ummæli: