29.11.06

Allir gubba

Líka gestir og gangandi. Bára systir kom í heimsókn, gangandi frá Noregi sem gestur, og gubbaði líka. Síðan er hún bara búin að lufsast um heima hjá mér, græn í framan. Í staðinn gabbaði ég hana til að vera fram yfir helgi og hjálpa mér að þrífa og allskyns.

Til stendur að hækka svefnleysismörkin á heimilinu. Ég er fyrir mína parta og Rannsóknarskips orðin hundleið á að þýða fram á nætur og vera svo með augnlokin á hælunum alla daga. Annars náði ég alveg góðum klukkutíma í röðun heima hjá mér í gær, og nú er alveg næstum farið að líta þar út eins og hjá fólki. Píanóið er á leiðinni í dag eða á morgun eða eitthvað. Og ég held við reynum að drífa síðustu ruslatægjurnar út úr Tryggvagötunni fyrir eða um helgi.

Annars er helgin að verða útúrskipulögð. Freigátan komst óvænt inn í ungbarnasund. Við förum þangað á laugardaginn og hlökkumum ógurlega til. Sama laugardag eru píanótónleikar hjá Smábáti, þrítuxafmæli og hvur veit hvað. Helst vildi ég klára að þrífa íbúðina fyrrverandi áður en allt þetta samkvæmis- og menningarlíf aðventunnar hefst... Mar sér til hvað maður nennir.

Hitti Bergindi og Guðmund Stein í gær. Hann var aldrei slíku vant vakandi og er að verða myndarkarlmaður, þriggja og hálfs mánaðar og næstum jafnstór og Freigátan. (Sem varð bæðevei 10 mánaða í gær. Myndir verða settar inn um leið og magapínum og annríki sleppir.)

Er á kaffiflippi og búin að afkasta á við hálfan mánuð á undanförnum klukkutíma.
Og bara get ekki hætt.
Það hressir, Bandalaxkaffið.

2 ummæli:

Svandís sagði...

Oh, bandalagskaffi. Dreym.

Berglind Rós sagði...

Æ það var nú gaman að þið skylduð komast í ungbarnasundið, þó maður geti svosem alveg verið án þess þá er þetta ósköp gaman. Og takk fyrir síðast, það var aldeilis upplífgandi að hitta ykkur :-)