Ég nöldra. Þegar ég er að labba einhversstaðar, sem ég geri oft, fæ ég gjarnan útrás í því að nöldra stanslaust, að mestu í hljóði, við sjálfa mig. Yfir öllu mögulegu og ómögulegu. Oft einhverju sem ég hreinlega bý mér til eða gef mér. Og ég er að reyna að hætta.
Um daginn ákvað ég að reyna að labba alla leiðina heim úr vinnunni án þess að nöldra. Entist ekki nema niður á miðjan Laugaveg. Næsta dag var ógurlega gott veður, svo ég greip til þess ráðs að fara alltaf að glápa á efri hæðir vinstra megin við Laugaveginn þar sem sólin skein og allt var svo ógnarfagurt. En allt kom fyrir ekki, alltaf var ég búin að nöldra mig bláa án þess að taka eftir því.
Þangað til ég samdi Jákvæða Hugarfarssönginn. Hann syngist við lagið Nú er Gunna á nýju skónum (ja, eða einn var að smíða ausutetur, ef það eru kannski ekki að koma jól) og hljóðar svo:
Jákvætt hugar jákvætt hugar jákvætt hugarfar
Jákvætt hugar jákvætt hugar jákvætt hugarfar
Jákvætt hugarfar
Jákvætt hugarfar
Jákvætt hugar jákvætt hugar jákvætt hugarfar
Þetta söng ég, að mestu í hljóði, alla leið heim, og nöldraði ekki baun.
Verður iðkað framvegis.
28.11.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ótrúlega ömurlegt!
og eftir því skemmtilegt!
Fór þar vænn kveðlingur og vel í ætt við ausutetur, Gunnur á nýjum skóm.
Hið ófyllanlega Ginnungagap jólalaga myndi síst versna við kveðling þinn og mætti jafnvel notast við jákvæða atferlismeðferð fólks með jóla og/eða kristilega fóbíu...
Það er gott að nöldra, en vont fyrir karmað, hef rekið mig á það alloft. Hélt niður í mér ergelsi og pirru í hálftíma í dag. Þá kom Svanborg samstarfsfélagi og sagði mér að hún ætlaði að leggja 30 þúsund krónur inn á reiknininn minn. Semsagt höfundarlaun.
Já það getur borgað sig að vera jákvæður. Annars er positive attitude ekki beinlínis my middle name.
Aldeilis brilliant kveðskapur. Og auðvelt í lærslu. Gott fyrir þá sem eiga erfitt með ljóðalærdóm. Mæli með að þú haldir þessu áfram. Þ.e. að semja svona auðveld ljóð.
Leynigesturinn
Sorry!! ..auðveldur.. kveðskapurinn :)
Skrifa ummæli