30.11.06

Njósn

Þegar maður er að reyna að hætta að nöldra við sjálfan sig á göngunni þá verður manni stundum á (eða gerir það algjörlega viljandi) að heyra hvað aðrir eru að nöldra við sjálfa sig og aðra. Í gær varð ég áheyrandi að hálfu samtali þar sem ung kona talandi í gsm-síma labbaði fyrir aftan mig þar til samtalið fyllti mig svo miklum hrolli að ég spítti í og stakk hana af. Samtalið var svo sem ekki um neitt sérstakt. Það var bara ákveðinn tónn í því sem gerði það að verkum að fyrir hugskotssjónum mér svifu ótrúlega mörg ömurleg og niðurlægjandi samtöl úr mínu eigin lífi.

Flaug mér þá í hug setningin:

Að reyna að eiga í sambandi við mann sem er haldinn skuldbindingafælni er álíka gáfulegt og að ætla að heilsa handalausum manni með handabandi.

Engin ummæli: