30.11.06

í fyrirjólinu

er soldið skemmtilegt að hafa verið í bókmenntafræði. Maður sér gamla skólafélaga, og jafnvel kennara, allsstaðar laumast fram á sjónarsviðið og segja mönnum hvaða bækur þeir eiga að gefa hver öðrum í jólagjafir. (Og fáir sem fá nenna síðan að lesa þær til að vera í aðstöðu til að rengja viðkomandi eða samsinna.) Heyrði einmitt lesið úr nýútkominni bók þegar ég var á leið í vinnuna í morgun. Hún er eftir bókmenntafræðing. Sem kemur ekki málinu við.

(Ja, nema maður vilji hætta sér út í ormagryfju áhuga- atvinnu umræðunnar sem rekur annað slagið upp ljótan hausinn í leiklistargeiranum. Samkvæmt þeim skilgreiningum ætti mér að finnast alveg fáránlegt að einhverjir óbókmenntafræðimenntaðir amatörar séu fá laun fyrir bækurnar sínar!)

Allavega. Mér gengur eitthvað illa að komast að efninu.

Í bókarbrotinu var semsé kastað fram skilgreiningu á landslagi í skemmtanalífi miðbæjarins sem ég hafði ekki áttað mig á. Nefnilega, að það skiptist um Lækjargötu. Fyrir neðan eru ríkir plebbar og ljóskar heimskur, og fyrir ofan séu artfartarnir.
Þetta fannst mér sniðugt. Og kannski ekki rétt, en örugglega ekki alveg rangt.

En hvað segir það þá um mann ef maður, þá sjaldan maður rekst út á galeiðuna, sækir eingöngu staði sem er Í Lækjargötu? Býr þar kannske landsbyggðarlýðurinn?

3 ummæli:

Ásta sagði...

Kannski Rósenberg sé hin fræga vin í eyðimörk? Andleg uppörvun í geðveiku umhverfi. Eða kannski erum við heimskur of ljóskar til að fatta það?

Spunkhildur sagði...

Pubullinn drekkur á knæpum, mest hverfisknæpum. Portkonur og ógæfumenn drekka á sérstökum endurvinnslustöðvum, Kringlukránni og Döbblíners. En eins og hinn spaki veit, skiptir engu máli hvað eða hvar er drukkið. Það er einfaldlega hundgaman að drekka sig á peruna af og til í góðra vina hópi.

Bið að heilsa Þórarni Tyrfing.

fangor sagði...

Rósenberg er demanturinn í drullunni-hiklaust. enginn svikinn af þverskurði fastagesta þar. ég hef haft það fyrir reglu síðustu árin að fara ekki út fyrir lækjargötu til að sækja mér skemmtun og hefur það gefist vel.