10.11.06

Mont

Fjölskyldan er fræg um þessar mundir. Vorum tvisvar í Mogganum í gær. Annars vegar var viðtal við formann Hugleiks um sagnadagskrá sem seinni flutningur var á í gær. Meiri umfjöllun um hana skrifaði Silja Aðalsteinsdóttir á vef TMM.

Svo var líka minnst á leikritið mitt, Listina að lifa, sem er einmitt verið að fara að frumsýna annað kvöld á Iðavöllum, og þar ætlum við hjónin og Smábáturinn að vera, ef flugveðurguðinn leyfir.

Smábáturinn er síðan að fara að sýna litla einleikinn sinn frá því á Þessu mánaðarlega í október á ráðstefnu í dag. Hann og "undirleikarar" hans eru reyndar eins og Bítlarnir, hafa ekki getað verið allir á æfingu í einu. En þetta gengur nú vonandi samt bara vel hjá þeim.

Freigátan er með frægðaröfund og tók því upp á því nýnæmi að halda fyrir okkur vöku í nótt. Frægu foreldrarnir eru því með augnlokin á hælunum í dag.

4 ummæli:

Siggadis sagði...

Mikið var nú gaman að sjá kallinn þinn brillera í gær - hann var svo flottur... og svo syngur hann svo vel :)

Sigga Lára sagði...

Já, ég er nú alveg stolt af honum alltaf. Svo lifir hann sig svo inn í hlutverkin að hann fær í bakið til að vera meira sannfærandi við að kveða rímur. ;-)

Nafnlaus sagði...

Mikill skaði að missa af þessu. Segi eins og Silja: Vona að Hugleikur endurtaki.

Nafnlaus sagði...

P.S. Búinn að vera í löngum blogglestrardoða vegna annarra anna, en var sem sagt loksins að kvitta á blogglesendalistann þinn. Mér fannst það frekar fyndið hjá mér að kvitta á hann mörgum vikum síðar sem reglulegur lesandi.