Nú fer að styttast í hin árlegu fyrirjólarólegheit. Í ár hef ég huxað mér að brúka þau að mestu í gardínusaum. Undanfarið hef ég verið arfasyfjuð. Sofnað alveg örmagna yfir huxunum um allt þetta leiðinlega sem ég þarf að gera á morgun. Í dag þarf ég eiginlega ekki að gera neitt. Sem var sennilega ástæða andvakanna í nótt. Nú má ég nefnilega bara gera það sem mér sýnist. Gaman? Já, vissulega. En geðveikin mín er hrædd.
Mér finnst ég nefnilega ekki vera að gera gagn í mannlegu samfélagi nema ég sé stressuð. Nema það sé vandamál. Nema eitthvað sé neikvætt. Nema eitthvað mál þurfi að leysa. Ef allt er gaman og skemmtilegt og hvergi ber nokkurn leiðindaskugga á, þá er ég ekki að standa mig... í lífinu. Auðvitað veit ég að þetta er della.
Ég veit að utan örfárra skylduverka og skúringa þarf ég ekki að gera nokkurn skapaðan hlut annan en það sem mér sýnist. Mér ber engin skylda til að vera stöðugt að stressa mig yfir einhverjum "málum". Ég þarf ekkert að fara í neins konar klessu þegar ég heyri vandamál sem aðrir eiga við að stríða eða hafa búið sér til heldur. Mér er fullkomlega frjálst að segja bara "iss" og nenna ekki að vera í kringum leiðindi. Augljóst? Kannski. Þess vegna geng ég til sálfræðings. Var að hitta hana í síðasta sinn fyrir jól í gær. Frábært eins og venjulega. HAM rúlar.
Við Freigáta erum að fara í sund á eftir. Þar eru allavega ekki leiðindin!
13.12.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hnuss. Ég hata andvökur, er jafnan andvær mjög og lítið þreytt allt til kl fimm á morgnana. Jafnvel þó ég gúlli í mig svefnlyfjum eins og sælgæti. Þau virka ekki rassgat og síðustu nótt hringdi ég í Pétur lækni og spurði hvort þeir væru með svona safarí svefnlyfsbyssur, eins og notað er í frumskógum. Ég hef ekki enn séð slíkan búnað klikka.
Hann taldi mig réttilega geðveika, og dæsti.
Þegar ég sagðist ætla að vaka til morguns og heyra í SjérFræðingnum með áherslu á aukna sjérfæðiþekkingu, varð hann glaður.
Ég náði ekki í téðan sjérfræðing í dag. Ef ég verð ekki sofnuð kl. 5 í fyrramálið ætla ég að drekka mig í svefn.
Skrifa ummæli