10.12.06

Umhreiðrun

Lítið um blogg eða tíðindi. Hér liggur allt í hreiðurgerð og jólaundirbúningi. Mig er farið að verkja af gluggatjaldaþrá og ætla að reyna að komast í IKEA. Er líka búin að vera að garfa í myndum heimilisins og var kannski að senda einar 204 í framköllun hjá honum Hansi Peterssen. Fer eftir því hvort það tóxt... tölvunni minni ber ekki saman við sjálfa sig. Ef það hefur gerst verða myndaalbúma og -rammamál heimilissins nú aldeilis tekin í gegn.

En heimilið okkar er ægifagurt og okkur líður alveg hrikalega vel hér. Og bara öllum sem rekið hafa inn nefið líka, hefur mér sýnst. Enda langar mig ekki baun út úr húsi. (Nema kannski pínu í Ikea.) Heldur vil ég bara vera heima og negla í veggina mína og raða.

Smábátur var í norðrinu um helgina og ég svaf heil ósköp og Rannsóknarskip þýddi og kvefaðist en Freigátan reyndi hins vegar að láta sér batna horfossinn.

Og enn tvær vinnuvikur til jóla.

*andvarp*

5 ummæli:

Ásta sagði...

Maður verður nú að kíkja á nýja hreiðrið einhvern tímann. Ef skyldi finnast tími og orka til.

Nafnlaus sagði...

já það verður eitt af nýjársheitunum, að kíkja á nýja slotið ykkar! Þangað til, knús og kyss;-)
Ps leiðist þér í vinnunni esskan mín?

Sigga Lára sagði...

Leiðist alls ekki í vinnunni. Bara svo ótalmörg handtök sem á eftir að gera heima hjá mér fyrir jól.

Siggadis sagði...

Hummm... óvenjuþreytt... hreiðurgerð.. gardínusaumun... er kannski búið að setja aðra köku í ofnin hjá yður?

Sigga Lára sagði...

Neinei. Ekki ennþá. :-)