Það er verið að rífa vinnupallana utan af húsinu mínu. Spurning hvort maður ratar heim?
Og Pínósjett er dauður. Fáum harmdauði.
Einhver geðsjúklingur a la Criminal Minds veður um í Englandi og drepur vændiskonur. Á Maggabloggi er vitnað í glæmaumfjöllunamann Daily Mirror í viðtali við Sky News, en sá sagði eitthvað á þá leið að síðan væri nottla enn hræðilegra að nú þegar vændiskonur héldu sig innandyra vegna hættunnar þá væri "venjulegar, saklausar stúlkur" í hættu.
Á Bretlandseyjum eru hórur nebblega réttdræpari en aðrir.
Á Íslandi er löggan hins vegar réttdræp, í augum einhverra, þar sem maður lést í þeirra umsjá. Maðurinn átti að sjálfsögðu að fá að vera með ólæti þar sem honum sýndist, eða hvað? Mér finnst skerí að á íslandi geta Samtök Handrukkara hrætt lögguna í skothled vesti og stærri kylfur, og verið samt betur vopnuð. Ekki það að ég vilji að löggan sé vopnuð. Vil bara ekkert að neinn sé vopnaður neinu og að allir fari eftir lögunum. Er það skilið?
Og Stefán Jón Hafstein er á leiðinni til Afríku til að skipta sér af menntamálum. Spurning um að vara afríska tónlistarskólanema yfir 25 ára við?
14.12.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það er nú hugmynd að senda lögreglumenn yfir 25 í tónlistarskóla og fá Stefán Jón til þess að rökræða við handrukkara.
Annars er ég búin fyrir svo hundlöngu að fá ógeð á fólki sem ber ekki virðingu fyrir forsetanum, alþingi, dómstólum, kennurum og lögreglu að mig langar helst að setja fasistalög gegn fólki sem sýnir ofantöldum vanvirðingu.
Fólk má alveg gagnrýna, en sýna virðingu, takk.
rovpza segir blogger....
Skrifa ummæli