Það er óvenjumikið um fréttahlé. Það er svakalega óvenjulegt. Hef bara óvenjulitla þörf fyrir að tjá mig um nokkurn skapaðan hlut. Veit ekki hvort sálfræðingurinn minn segði að það væri fram- eða afturför. Spyr hana kannski á eftir.
Það er helst í fréttum að Freigátan kann að segja "datt". Þetta segir hún þó ekkert sérstaklega þegar hlutir detta. Eftir nokkra rannsóknarvinnu komst ég að því að þetta þýðir "takk". Um nokkurt skeið hafa líka allir hlutir verið "búdda". Eftir nokkra rannsóknarvinnu held ég hún sé kannski að reyna að komast upp með að blóta með því að gera það á frönsku. (Putain)
Fór í nýja IKEAÐ í gær. Það er STÓRT. Maður sér varla nokkra hræðu. Svo hefur verið fundið upp á þeirri nýbreytni að hafa hrausta menn fyrir utan sem hjálpa litlum konum að koma stórum hillum í bílana sína. Er það ljómandi.
Í morgun fórum við hjónin í blóðtökur vegna líftryggingar. Í kvöld ætla ég að gefa stjórn Hugleix súkkulaði. Svo vil ég að "geri" fari að aflétta svo ég geti farið að stytta gluggatjöld. Ýmislegt hefur þó hreyfst á heimilinu. Nú er búið að ganga frá næstum öllu sem var í stórum kassahaug inni í aukaherberginu (sem á að verða skrifstofa/gestaherbergi) og allar bækur að verða fluttar í hillur.
12.12.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Geri Halliwell?
Mér finnst þið dugleg að vera nú þegar búin að kenna Gyðu að segja takk. Heiða talar alveg fullt en segir hvorki já né takk. En hún er alveg búin að mastera Nei.
Strax búin að klúðra uppeldinu.
Skrifa ummæli