Þegar ég vaknaði á sunnudagsmorguninn, voru feðgar algjörlega frá sér af hamingju, þar sem hún hafði labbað ein átta skref.
Og núna ferðast hún svona til helminga á tveimur og fjórum jafnfljótum. Það voru vandræði að ná mynd af henni áður en hún hlypi á myndavélina:


3 ummæli:
Dugleg er hún, til hamingju með hlaupandi skottmúsina.
Æ hvað hún er ótrúlega sæt og fyndin. Elska svipinn á henni. Algjör prakkari.
Húrra fyrir Gyðu!
Skrifa ummæli