18.1.07

Gangandi íkorni

Þetta er ekki lengi að gerast. Þann 10., miðvikudag í síðustu viku, gekk Freigátan í fyrsta skipti, að einhverju ráði. (Áður var hún búin að taka eitt og eitt skref, en ekkert sem taldist almennilega með.)

Þegar ég vaknaði á sunnudagsmorguninn, voru feðgar algjörlega frá sér af hamingju, þar sem hún hafði labbað ein átta skref.

Og núna ferðast hún svona til helminga á tveimur og fjórum jafnfljótum. Það voru vandræði að ná mynd af henni áður en hún hlypi á myndavélina:


3 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Dugleg er hún, til hamingju með hlaupandi skottmúsina.

Svandís sagði...

Æ hvað hún er ótrúlega sæt og fyndin. Elska svipinn á henni. Algjör prakkari.

Nafnlaus sagði...

Húrra fyrir Gyðu!