19.2.07

Helgi!

Það kom helgi hjá okkur. Og í fyrsta skipti á þessu ári var enginn veikur eða slasaður og allir heima og ekkert nema rólegheit í gangi. Móðurskipið fékk að sofa til ellefu á konudaginn og er varla vaknað ennþá. Og svo voru líka blóm og bollur. Og gestir. Alveg eins og þegar ég var lítil, eða eitthvað.

Og systir mín í Noregi segist vera alterego Eiríks Haukssonar. Ég óska henni til hamingju með sigurinn.

Engin ummæli: