22.2.07

"Pó fór í gegnum hurðina" !

Er að horfa á minn fyrsta Stubbaþátt. Alveg ljóst að hér hefur Þórunn Gréta ekki verið að þýða. Mæli ekki með þessu efni til málþroska.

Jæja. Pó kom þó allavega til DYRA þegar Lala bankaði, en ekki til hurða.

En svo fóru þær báðar í gegnum hurðina.

Komm ðe fokk on!

4 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Ójá, aftur og aftur fara þeir í gegnum helv... hurðina. Þetta er bara agalegur þáttur, en þeir eru nú sem betur fer ekki allir svona slæmir.

Nafnlaus sagði...

Haltu endilega þessu til haga, þetta minnir mig á að þýðingar ættu ekki að vera eins manns verk. Allir þýðendur eru í hættu þótt þú kunnir kannski að sneiða hjá mörgum gildrum.

Berglind Steins

Nafnlaus sagði...

Ég virka svo gnafin, en þetta var hrós, Siggalára. Mér leiðist svo andvaraleysi.

Berglind

Nafnlaus sagði...

Ææ. Hef nú ekki hlustað grannt á þær þýðingar sem hér rúlla á geislum og vona að þýðandinn Örn Árnason geri sig ekki sekan um svona lagað ... en hitt veit ég að maður hefur grætt mörg óvænt „dubbbúús“.*

*Dubbbúús merkir á tungumáli dóttur minnar„Stubbaknús“ – og er reyndar líka stundum notað sem stytting með viðeigandi táknmáli á setningunni „mig langar að horfa á Stubbana núna, myndirðu vilja setja þá í tækið fyrir mig elsku pabbi minn, ég veit þú vilt það af því ég get gert mig svo sæta til augnanna og brosað svona ómótstæðilega um leið, ha? Dubbbúúúúús?“