23.2.07

Föstudagsreddingar

Fór með Freigátuna í ríkið í dag. Á leiðinni kom einn nafntogaðasti (meinti) morðingi Íslands og lagði blessun sína yfir tilvist hennar. Og ég stóðst freistinguna að spyrja hann hvað hann hefði gert við Geirfinn.

Í öðrum fréttum er það helst að allir eru að frumsýna um helgina. Freyvangur frumsýnir nýþýddan farsa með mág minn í kvenhlutverki, Ármann frumsýnir eigið verk sem hann leikstýrir einnig Halaleikhópnum í, Leikfélag Hveragerðis frumsýnir sextuxafmælisverk sitt, sem er Súperstar, og þetta eru bara nokkur sýnidæmi. Þetta er fyrsta uber-frumsýningahelgi ársins.

Pojpoj allirsaman.

Í tilefni alls þessa ætla ég að hanga mjög rækilega heima í kvöld og fara heldur ekki í leikhús annað kvöld.

Engin ummæli: