11.4.07

Bingó!

Það er svo asnalegt, að þegar maður liggur í öllum fjölmiðlum að reyna að grenja út einhvers konar kynningu á leikritinu sem félagið manns er að setja upp, þá gleymir maður iðulega að maður á sinn eigin fjölmiðil. Nefnilega bloggið sitt, sem fær heimsóknir frá yfir 100 ip-tölum á dag. Hundrað eru einmitt tvær fullar sýningar í Hjáleigunni í Kópavoginum þar sem Hugleikur og Leikfélag Kópavogs frumsýna leikritið Bingó á laugardaginn næstkomandi.

Þetta er alveg hrrrroðalega kúl sýning.
Höfundur Hrefna Friðriksdóttir.
Leikstjóri Ágústa Skúladóttir.
Það, eitt og sér á erfitt með að klikka.

Snillingurinn Ásta bjó líka til þetta glæsilega kynningarmyndband.

Miðapantanir eru hér.
Og það borgar sig að panta fljótlega þar sem sætafjöldi í sal er takmarkaður.

Einnig,
Nú eru aðeins örfáar sýningar eftir af stórvirkinu Epli og eikur sem Hugleikur sýnir í Möguleikhúsinu. Og þær eru óðum að fyllast. Miðapantanir eru hér.

Ætli þetta sé ekki nóg í bili?

2 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Úúú, kúl treiler. Miklu flottari en ég hefði getað gert (og þá er nú mikið sagt... síst!)

Ásta sagði...

Blogger gleðst fyrir mína hönd og segir á sinni bjöguðu bloggísku: yztakk.

Sjálf þakka ég stórgott hól :)