Vonda stóra hurðin á aðalbyggingunni í háskólanum er farin að opnast sjálfkrafa þegar maður kemur að henni. En það er alltaf sama lyktin inni á nemendaskrá. Og alltaf sama röðin út úr dyrum. Það er búið að troða nýjum húsum allt í kringum Lögberg. Svo núna eru endanlega engin bílastæði, nema einhvers staðar lengst úti í Vatnsmýri. Og Nýi Garður er morandi í fólki sem skrifar undir hvað sem ég bið það um.
Og hvað var konan að þvælast úti í háskóla? Spyrja menn sig ef til vill.
Hún var að sækja um framhaldsnám í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Sennilega með Menningarmiðlunarívafi. Raxt á umsjónarann minn úr síðasta master, sem sagði að þetta væri sniðugt og var svoleiðis aldeilis til í að mæla með mér. Og fullyrti að ég kæmist þokkalega pottþétt inn. (Og hann ræður því.)
Með þessari frétt er mynd af prinsessunni, að ósk ofurfrænkunnar í austrinu. Freigátan átti að vera ánægð með nýju gráðuna, en ég frétti hjá skorarformanni áðan að þegar maður er kominn með tvöfaldan master heitir það að vera MAMA.
12.4.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli