Og hvað var konan að þvælast úti í háskóla? Spyrja menn sig ef til vill.
Hún var að sækja um framhaldsnám í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Sennilega með Menningarmiðlunarívafi. Raxt á umsjónarann minn úr síðasta master, sem sagði að þetta væri sniðugt og var svoleiðis aldeilis til í að mæla með mér. Og fullyrti að ég kæmist þokkalega pottþétt inn. (Og hann ræður því.)Með þessari frétt er mynd af prinsessunni, að ósk ofurfrænkunnar í austrinu. Freigátan átti að vera ánægð með nýju gráðuna, en ég frétti hjá skorarformanni áðan að þegar maður er kominn með tvöfaldan master heitir það að vera MAMA.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli