12.4.07

Bjór, meiri bjór!

Það hefur verið hálfgerður hundur í mér síðan ég kom aftur úr sveitinni. Ég er með kvíðaröskun yfir því að hafa margt að gera, sem er svosem ekkert slæmt í sjálfu sér. En flest verkefnanna sem fyrir liggja þykja mér frekar leiðinleg.

En brúnin hefur nú smá verið að léttast, eftir því sem leiðindunum lýkur einu af öðrum. Og hún flaug alla leið upp, eins og rúllugardína, rétt í þessu þegar ég fann uppáhalds Ljótuhálfvitalagið mitt á veraldarvefnum.

Nú ætla ég að hlusta á það nógu oft til að ég geti farið að hafa það á heilanum af einhverju viti.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri nú að fara að setja inn nokkrar myndir af prinsessunni. Frétti að engar myndir hefðu verið teknar um páskana.
Hugrún

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég fegin að sjá þíg skrifa hálfvitana með f-i. Ég er nefnilega búin að sjá það oft skrifað hálvitana og var næstum farin að trúa að ég hefði verið með rugluna í mörg ár.

Berglind Steins