17.4.07

Dauðinn og mörgæsin

Sumt hélt ég að kætti mig undantekningalaust. Þar á meðal eru mörgæsir. En ég gleymdi að taka eitt með í reikninginn. Frakka.

Frakkar eru þjóð sem lætur einstaklega vel að vinda skemmtunina úr öllu sem þeir koma nálægt. Eins og til dæmis mörgæsum. Þetta sá maður mjög greinilega á hörmungans Mörgæsadramanu sem sýnt var um páskana. Ojbarastabara.

Sosum ekkert að myndatökunni. Enda hef ég ekkert vit á því. En þessi óbjóðslegi ofdramatíski textahroði sem klæmt var yfir alltsaman.

Þegar við Bára syss vorum búnar að hlusta á þá smeðjulegustu væmni sem við höfðum heyrt í bland við "En það lifa ekki allir ferðina af." og "Sumar mömmurnar koma aldrei aftur." og "Þarna liggur einn mörgæsarungi með innyflin úti um allan ís." þá slökktum við á sjónvarpinu og settum Jesus Christ Superstar á. Það var meira upplífgandi.

Má ég þá frekar biðja um Pingu.

1 ummæli:

Ásta sagði...

Amen