20.4.07

Ég er að fara úr bænum...

...en það þýðir hreint ekki að lítið sé um að vera hjá mínu fólki. Látum oss sjá.
Síðasta sýning af Eplum og eikum var í gær. Hí á þá sem misstu af því.

Annað kvöld verður miðnætursýning á Bingó. Hefst klukkan 23.00. Stuð.
Miðapantanir á hugleikur.is
(Annað kvöld eru líka tónleikar með Túpílökum og Ljótu hálfvitunum í Þjóðleikhúskjallaranum, en þeir geta nú plöggað það sjálfir. ;-)

Einnig verður Bingó sýnt á sunnudagskvöld. Klukkan 20:30. Fyrir þá sem þurfa endilega að fara í leikhús á skikkanlegum tíma.

Á sunnudagskvöld er svo Þetta mánaðarlega hjá Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum. Að þessu sinni verður boðið upp á einþáttunga og leiklestra úr eldgömlum Hugleixverkum í bland. Húsið opnar kl. 20.30, sýning hefst kl. 21.00
Önnur sýning á því verður á fimmtudag, 26. apríl. Miðaverð kr. 1.000

Menn spyrja sig kannski hvort ofvirkni Hugleixins ætli engan enda að taka?
Ég fer að efast stórlega...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er kvart yfir að Árni skuli ekki leyfa athugasemdir á sinni síðu. Ég ætlaði að segja eitthvað notalegt en í staðinn segi ég að ég varð ekki vör við að hann hlægi neitt á Eplum og eikum (lygi (í lágum hljóðum)):.

Berglind Steins