18.4.07

Undarlegheit

Ég er orðin alveg vön því að vera að jafnaði ekki að gera neitt sem mig langar. Eða allavega ekki jafnmikið og mig langar. Eða að ég þyrfti að gera meira af öllu sem ég er að gera áður en ég get einu sinni hugsað um að skipuleggja að gera meira af einhverju sem mig er búið að langa lengi til. En svo er þetta nottla bara alltsaman bull og spurning um forgangsröð.

Eftir arfavonda tarottspá sem internetið gaf mér og hótaði mér hverskonar ömurlegheitum og djöfuldómi ef ég færi ekki að hætta að stressa mig og gera eitthvað af viti, gerði ég fernt í gær.
- Spilaði á gítar.
- Fór út að leika við Freigátuna.
- Fór í leikhús.
- Skrauf leikrit fram að miðnætti.

Er ekki frá því að geðstrop undanfarinna vikna sé örlítið á undanhaldi.
Nú langar mig bara að gera það sem mig langar... og setja í þvottavél.

Engin ummæli: