Einu sinni var fjarskalega góður skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur. Hann var lítil og subbuleg kjallarhola þar sem gjarnan var lifandi tónlist og ég gat jafnan gengið að því að þekkja einhvern þar, dytti í mig að detta þar inn og detta jafnvel íða. Annað hvort á sviðinu, utan þess, eða bæði.
Svo brann hann til kaldra kola. En enginn tók eftir því, vegna þess að öllum fannst merkilegra að ógeðsteknóstaðurinn Tunglið brann í leiðinni.
Og undanfarið hefur verið að þróast mannlíf og menning á Rósenberg Hinum Nýrri. Hann er í grennd við þann gamla, þó ofanjarðar. Og undanfarið hefur þar gjarnan verið lifandi tónlist og ég get jafnan gengið að því að þekkja einhvern þar, detti í mig að detta inn og kannski detta íða, á sviði og/eða utan, framan bars og/eða aftan.
Og hvað gerist? Þetta er óþolandi!
18.4.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Er alveg víst að bruninn hafi skaðað Rósenberg? Annars upplifði ég óþægilegt deja-vu þar sem allur fókus var á aumingja Pravda nú - líkt og á sállausu systur hennar, Tunglinu, í den.
Já. Óþolandi.
Skrifa ummæli