29.4.07

Jú, það nálgast...

Það var allavega hressilegt sumarveður í dag. Við Freigáta notuðum tækifærið í morgun og prófuðum nokkra leikskólaleikvelli. Þeir voru nú hver öðrum skemmtilegri. Tala nú ekki um þar sem aðrir krakkar voru að leika sér líka. Freigátan er orðin svo félagslega svelt að það verður ekkert lítil gleði þegar hún fær að byrja á leikskóla, sem verður vonandi í haust.

Gærdeginum eyddum við í sumarbústað uppi í Borgarfirði ásamt Smábáti, afa hans og ömmu. Lágum meðal annars í heitum potti klukkutímum saman og átums svo grillað, Brekkskt, lamb. Það var svo gífurlega afslappandi og næs að ég fór næstum að skilja hvernig fólk nennir að eiga sumarbústaði. (Samt ekki alveg.) (Nema, reyndar á Seyðisfirði. Ég sé algjörlega tilganginn með því að eiga hús þar.)

Annar vorboði, og öllu leiðinlegri, kom áðan, þegar við Freigáta horfðum á síðasta þátt Stundarinnar okkar í vetur. Þar heyrði ég ekki betur en að jólaóratorían úr Jólaævintýri Hugleix væri komin inn í sumarlag. Þessu er nottla ekkert heilagt...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég gat heldur ekki betur heyrt en að einn karakterinn héti eftir heilagri Tamöru frá Lípétsk.

Nafnlaus sagði...

¡¡¡Hóla!!!
Ég hefdi heldur ekkert á móti thví ad eiga bústad fyrir austan ;o)
Langadi annars bara ad senda kvedju frá okkur Einari til ykkar allra hédan frá Sevilla
Sigga Rósa

Nafnlaus sagði...

Ég gleymdi ad skella heimasídunni minni med, ef ykkur langar ad fylgjast lauslega med thví sem vid erum ad bralla hérna á Spáníá ;o)

Nafnlaus sagði...

Held ad thetta sé ekki ad takast hjá mér...
Allavega á www.blog.central.is/schatz er haegt ad fylgjast med okkur ;o)

Varríus sagði...

Þið stundarnördar: Rétt hjá báðum!

Lof sé heilagri tamöru. Megi skóprör hennar aldregi stíflast.