31.5.07

Þá er allt að smella...


Er búin að taka nokkrar sparnaðarlegar ákvarðanir varðandi verkefnið Fjölkyldan til Montpellier, sumarið 2007.
- Það verður ekki sofið á leiðinni, nenni ekki að borga morð í hótel fyrir hálfa nótt, heldur munum við þvælast um flugvelli með börn og buru hálfa nóttina eins og hvert annað hvíthyski.
- Ódýrasta íbúðin sem bauðst hefur verið tekin á leigu. Því munum við ekki hafa svefnherbergi heldur fletjast í einu rúmi eins og hvert annað hvíthyski. (Góði íbúðareigandinn ætlar reyndar að redda barnarúmi, sem réð eiginlega úrslitum, auk verðlægðarinnar. Og svo er garður.)

Þá er eftir:
- Að fjárfesta í kerru sem hægt er að leggja mjög saman og Freigátan getur sofið í á flugvöllum og víðar. Hef augastað á einni sem fæst í Ólavíu og Ólíveri.
- Láta gera vegabréf handa Freigátunni og finna vegabréf annarra heimilismanna. (Sem ég man að ég setti á mjög góðan stað... en man ekki hvar.)
- Hlakka til.

En svo verður víst ekki hjá því komist að hætta að láta sig dreyma útlönd í bili og reyna að huxa pínu um hérið og núið. Aðalfundur Hugleix er víst í kvöld. ég er með haug af tillögum til að leggja fyrir fundinn. Er ekki búin að skrifa þær eða neitt.

Svo er seinna kvöld tónlistardaxkrár Hugleix í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld. Klukkan 22.30. 1000 kall inn. Allir að mæta. (Vona bara að ég muni eftir því...)

Og svo sýnir Leikfélag Fljótsdalshéraðs Listina að lifa eftir Mig í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu fimmtudag og föstudag í næstu viku. Uppselt er orðið á fyrri sýninguna (og ég gleymdi að athuga hvort gert væri ráð fyrir okkur Rannsóknarskipi, svo ég veit ekkert) er enn er eitthvað laust á föstudag, en það borgar sig örugglega að panta.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvurninn dettur yður annað í hug en að gert sé ráð fyrir ykkar nærveru á fimmtudag? Manni liggur við að móðgast, ætti maður það til!!

Sigga Lára sagði...

Sá LF sem sagt um þau mál? Mar veit bara ekki baun. ;-)

Nafnlaus sagði...

Jamm Þér eigið 2 miða:)

Ásta sagði...

Ég sá fyrir tveimur dögum að það var orðið upselt og hafði ekki asnast til að panta miða. Svona heldur maður alltaf að nógur sé tíminn. Finnst ennþá margar vikur í skólann. Þykir mjög miður að missa af sýningunni :(

Nafnlaus sagði...

Sjáumst þá á fimmtudaginn, hlakka mikið til :-)

Þráinn sagði...

Það er ekki uppselt á seinni sýninguna