eftir fyrstu helgina á ævi minni sem ég fór ekkert í neina tölvu. Það var gaman fyrir austan. Fór á haugafyllerí með leikfélaginu og velunnurum. Hverjir voru í partíinu stendur á blogginu hans Þráins. Fyrir utan það var sofið og étið. Freigátan fékk gífurlega góða og mikla þjónustu og athygli hjá ömmu-nöfnunni.
Svo sameinaðist fjölskyldan í svínastíunni í gærkvöldi. Bára syss er reyndar búin að bjóðast til að vera í heimsókn í þarnæstu viku og þrífa... hún hefði nú ekki gert það ef hún hefði séð hvernig leit út hjá okkur í gær. Eins gott að við komumst í einhver "forþrif" áður en hún kemur.
Og, Montpellier-draumurinn er í fullum gangi. Nú þarf ég bara að skrifa tölvupóst á minni bestu frönsku og senda til fólksins sem er að auglýsa "orlofsíbúðirnar" á Montpellier-túristavefnum.
Og veit einhver eitt. Hvað er maður lengi frá Heathrow til Stansted?
29.5.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Rútuferðin er lang þægilegust tekur c.a. 2 tíma http://www.londontoolkit.com/travel/heathrow_stansted_transfer.htm
lestin er viðbóður og aldrei á réttum tíma og þú þarft að veðsetja íbúðina þína ef þú ætlar að taka leigubíl.
Kúl. Takk. :-)
Hægt að panta hér
http://www.londontoolkit.com/travel/heathrow_stansted_transfer.htm
http://www.londontoolkit.com/travel
/heathrow_stansted_transfer.htm
Og hvað er slóðin á Montpellier-túristavefinn? Er nýbúin að vera nokkrar vikur í suður Frakklandi og finnst senilegt að ég muni leita aftur og aftur á þessar slóðir í náinni framtíð - þrátt fyrir hundaskítinn á öllu svæðinu.
Úff. Það er sem sagt ekkert búið að gera í hundaskítsmálum. Jæjajæja. (Þessi Montpellier-della mín hófst einmitt á því að ég sá hundaskít á Laugaveginum.)
Vefurinn sem ég er að nota einna mest í augnablikinu er http://www.ot-montpellier.fr
Hann er mjög fínn. Annars er ég alltaf að finna eitthvað nýtt og nýtt á gúgglinu. Það bókstaflega rignir yfir mig íbúðum...
Skrifa ummæli