30.5.07

Heimilispyntingar

Í gær varð á vegi Freigátunnar geitungur nokkur. Hann var nývaknaður, og því fótgangandi á stofugólfinu. Hún ákvað að taka hann upp. Hann ákvað að bíta hana í puttann í staðinn.

Þegar ég kom heim eftir vinnu var téður geitungur í lokuðu glasi í sólinni úti í glugga. Þar sem verið var að grilla hann til ólífis í hefndarskyni fyrir að hafa valdið heimasætunni angri.

Já, vei hverjum þeim sem veitist að börnum Rannsóknarskips. Þó í sjálfsvörn sé.

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Einu sinni beit lítil og sæt hagamús í fingurinn á Sögu, þá var Saga tveggja ára, og hún þurfti að fara í stífkrampasprautu.

Músin lét lífið.

Og ég notaði hamar...

Inni í okkur öllum er "vei yður, glæpahyski ef þér angrið afkvæmi vor"

Er búin að biðja fyrir músinni síðan.