6.5.07

Djöfull er ég búin að skíta á mig núna...

...eða ekki.

Á hátíðakvöldverði í gærkveldi kom Þjóðleikhússtjórinn og tilkynnti val hver vann viðurkenninguna Athygliverðasta áhugaleiksýning ársins, og það var Leikfélag Fljótsdalshéraðs með Listina að lifa eftir Mig!

Þetta er nottla obbosslega gott leikrit sem skartar meðal annars upphafssetningunni úr fyrirsögn. Svo kom hann Oddur Bjarni Þorkelsson og bjó til þessa líka hroðalega athygliverðu sýningu úr því.

Svo við erum nú bara frekar montin, hérna á Héraðinu, í dag.

9 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Hjartanlega til hamingju með þetta ljúfan.

Ásta sagði...

Bara í annað skipti! Maður gæti farið að halda að þú kynnir eitthvað í þessu. Til hamingju :)

fangor sagði...

til hamingju. loksins kemst lf í húsið.

Siggadis sagði...

Til lukku!

Nafnlaus sagði...

Hammó!!!
Net á bandalagsþingi? Er það ekki fullkomlega óviðeigandi?
Djus rugl!
Er að vonast til að bandalagsmerkið verði ekki sneitt af mér vegna mætingaleysis. Hugsa mér þó að vera með í söngskrímslinu hjá hugleik í maílok. Telur það ekki smá?

Nafnlaus sagði...

Til hamingju og hvenær verður þetta svo sýnt í leikhúsi allra landsmanna???

Nafnlaus sagði...

Stór gott... til hamingju með þetta.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju! Vona að þetta fái glimrandi viðtökur á malbikinu.

Berglind Rós sagði...

Veiveivei, til hamingju hundrað sinnum, hlakka til að sjá snilldina í Þjóðleikhúsinu!