22.5.07

Tvennt

1. Er forsvaranlegt að fara austur í Egilsstaði, aðallega til að fara í partí? (Aukaafsökun væri líka að leyfa ömmu-Freigátu að leika sér með litlu-Freigátu um hvítasunnuna.) Stefnan var annars tekin norður, og Rannsóknarskip og Smábátur verða sendir þangað. Enda gengur sauðburðaraðstoð í Brekku sjálfsagt bara betur ef við Gyða verðum ekki að þvælast fyrir... Sko, ég er komin langleiðina með að réttlæta þetta fyrir sjálfri mér og bóka sennilega flug bráðum.

2. Fyrir frumsýningu á Listin að lifa var ég mikið að hugsa um að kaupa mér kínverskan kjól. Svo hætti ég við það. Keypti mér í staðinn kínverskan efripart sem ég er búin að nota gífurlega mikið. Nú er ég ákveðin. Fyrir Þjóðleikhússýninguna verður umræddur kjóll verslaður. Þá fara næstu vikur í eftirfarandi valkvíða:
- Stuttar ermar eða engar?
- Hvaða litur?
Ég hallast frekar að mynd af einum stórum páfugli en mynstri. Og síðum frekar en stuttum.

Einhver með skoðun?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já vertu i stutterma, og einhvern bláan lit, ekki spurning!