15.6.07

Símskeyti

Var rétt búin með Marple þegar ég fann aðra. Við Freigáta erum komnar austur. Sem er gott. Þá hef ég pössun til að klára Marple. Svo komum við heim um leið og Rannsóknarskip og Smábátur á sunnudag, en þá fá þeir að rogast með Freigátuna þangað til ég er búin að jafna mig í bakinu. Hún er búin að átta sig á því hvernig fjölskyldan hefur farið minnkandi undanfarið og ætlast nú til skýlauss og stanslauss áhalds af hálfu Móðurskipsins, sem er greinilega ekki búið að vera nógu duglegt í ræktinni.

Litlan er líka að hamast við að læra orð, þessa dagana. Amma-Freigáta er í öngum sínum eftir að hafa óvart kennt henni sögnina að ulla. Og hvernig það lítur út.

Yfir og út í góða veðrið. (Sem aldrei slíku vant er hérna, í alvöru.)

2 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Eftir lengsta góðviðriskafla þessarar aldar, hófust rigningar þegar ég tékkaði mig inn í sumarfrí.

And isn't it ironic - don't you think?

Nafnlaus sagði...

Uss, og nú frétti ég að þú sért í næsta húsi! Ef ég hefði vitað það, verandi staddur í Fellabæ, hefði ég kannski leyft þér að demonstrera uppeldishæfileikana með því að reyna að tjónka við formannsdótturina í dag. Er svo bara á leið í bæinn á morgun - hittumst kannski á leiðinni...