
Nú erum við Freigáta búnar að vera einar heima um helgina. Bára og Hugga Móðu hafa reyndar verið duglegar að taka einn og einn Barbapapalestur. Svo fáum við Smábátinn aftur í kvöld. Hann verður píndur til að taka til í herberginu sínu, og síðan sendur norður á miðvikudag.
Freigátan er farin að myndast við að telja, og er farin að vera nokkurn veginn skiljanleg upp í þrjá. Hún er hins vegar ekki farin að segja pabbi. Þrátt fyrir mikla kennslutilburði Rannsóknarskips frá fæðingu. (Hennar.) Ég tjáði henni áðan að nú kæmi pabbi ekkert aftur fyrr en húnn segði "pabbi". Hún brosti sínu blíðasta og tróð upp í sig heilum naglaklippum.

Eins og myndirnar súna er farið að pjattast við að máta sumarfötin fyrir Frakklandsferð, og svo kom Hugga móða frá Barcelona með þennan flotta senjórítukjól.
2 ummæli:
Kvittun...
Nauh! Mín fékk svona nákvæmlega eins senjórítukjól frá Spánarförum fyrir löngu, sem hún mátaði fyrst fyrir öskudaginn í ár og smellpassaði. Þær ættu kannski að hittast og æfa smá Flamengo saman?
Skrifa ummæli