Þá er Smábáturinn sigldur (með flugi) norður í land, og við Freigáta orðnar einar í kotinu. Ba frænka er reyndar ennþá á meðal vor, en hún ætlar til Vestmannaeyja í fyrramálið. Við Freigáta förum svo austur á föstudag og svo styttist líka óðum í Frakklandsferð. En ég er ekki einu sinni byrjuð að pakka.
Hvaða rólegheit?
Jú, ég er að lesa allt of spennandi bók fyrir einstæðar mæður. Er búin að komast að því að ef maður ætlar að "halda heimili" að einhverju viti, svona einn og sjálfur, þá þýðir ekkert að vera að lesa spennandi bækur. Þó maður lesi fram á nótt, tekur barnormurinn ekkert tillit til þess og rífur mann upp jafneldsnemma morguninn eftir. Ef maður síðan les á meðan ormurinn leggur sig, þá hefur maður misst af eina tækifærinu til laggningar þann daginn. Svo er mar bara úldinn og sybbinn og heimilisstörfin sitja endanlega á hakanum. Hvað þá niðurpakkningar. Og ætla ég að lofa bót og betrun? Hreint ekki. Geri ekki rassgat af viti fyrr en ég er búin með Dauðann á Prestssetrinu, og hananú! Þó það þýði að allir fari nærbuxnalausir til Frakklands.
Í öðrum fréttum er það helst að Rannsóknarskip sigraði Bandaleika í gærkveldi, við mikinn fögnuð sinn. Ég þurfti að hætta að tala við hann snarlega, þegar ég fór að heyra of mikil skemmtihljóð í kringum hann. Það er víst nóg að fást við Montpellier-kastið sem ég hef haft síðan í maí, þó ég ætli ekki að fá heimþrær í Svarfaðardalinn líka. Þá fyrst held ég að ég fengi annað staðleysutilfelli ("displacement disorder") sem ég upplifði fyrst þegar ég fór frá Frakklandi til Þýskalands á námskeið, fyrir sléttum fimm árum, bæðevei. Það ruglaði mig alveg í ríminu. Bóxtaflega.
13.6.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Skemmtu þér vel á Egilsstöðum:)
Kannast við þetta, það er heldur ekki gáfulegt að detta í einhverja vanabindandi heilalausa internetleiki :-/
Góða ferð austur, við erum að hugsa um að skella okkur norður á morgun, við ættum kannski að hittast í kaffi í Reynihlíð ;-)
Skrifa ummæli