Eftir að leitin að flíkum sem feldu og mjókkuðu mig bar engan árangur í gær, lagðist ég í fatahönnun. Úkoman held ég sé bara ágæt. Frumsýning í kvöld.
Annars eru þessar útlitsáhyggjur auðvitað ekkert annað en raunveruleikaflótti. Svo ég fari ekki að fá andarteppu af stressi yfir sýningunni í kvöld eða öllu sem ég þarf að gera áður en ég fer í sumarfrí í vinnunni... sem er eftir tvo og hálfan tíma. Sama tilgangi þjóna dagdraumar um Frakklandsferðina (23 stiga hiti og sól í Montpellier í dag) þó þar spili vissulega veðurþunglyndi inn í. (Er ekki verið að djóka með þessa endalausu rigningu.)
Það er undarlegt að höndla svona illa velgengni. Það ætti alveg að vera í mínum karakter að njóta athyglinnar og vera bara montin með mig og sveifla hárinu og slá um mig með bókmenntafræði og artífrösum. (Sem ég kann alveg... á reyndar erfitt með að nota án þess að háð og gæsalappir liggi um allt loft.) Ég held að fyrir einum 10 árum síðan hefði mér látið það ljómandi vel. En í aðdraganda frumsýninga, eða "hátíðar"sýninga, í seinni tíð, á því sem ég hef skrifað, verð ég eiginlega bara... stressuð og asnaleg og veit ekki hvað ég á að gera, segja eða vera. Svo verð ég pirruð og geðvond og finnst þetta alltsaman vera vesen. Og er handviss um að ÖLLUM finnist þetta alltsaman ÖMURLEGT hjá mér. Og að HEIMURINN FARIST, þá.
Dísuss, hvað maður er geðveikur. Svona er að vera með fullkomunarröskun og þunglyndu og hafa samt ekki vit á að vinna við eitthvað sem enginn sér. Sjálfsskaparvíti, nottla.
En ég er samt alveg viss um að það verður hryllilega gaman í kvöld, fyrir, á meðan og á eftir, og þeir sem finnst ÖMURLEGT fara vonandi ekkert að segja það við mig fyrr en eftir svona tvo þrjá bjóra, á Hálvitatónleikum. Og þá verð ég nú alveg farin að yppa öxlum.
7.6.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég hlakka mikið til, er viss um að þú verður yndisleg sem ætíð og sýningin stórkostleg.
Skrifa ummæli