4.6.07

Plön og planleysi

Það er 25 stiga hiti í Montpellier. Þar er líka óstjórnlega mikið af mat sem ég ætla að borða á meðan ég verð þar. Ég ætla, til dæmis, að borða: Foie gras, geitaost, pizzu með eggi, crépes með öllu, óteljandi salöt og brauð með allskonar kæfum. Svo eitthvað sé nefnt. Og Yop. Ég þarf líka að leita uppi haug af veitingastöðum og bakaríum sem ég hélt uppá og prófa líka helling af nýjum.

Ég er hins vegar ekki farin að tala við barnapíur út af sýningunni á fimmtudaginn. Né heldur er ég almennilega farin að huxa um í hverju ég ætla að vera. Ég er ekki heldur búin að ákveða endanlega hvernig ég hef skólavikuna, en ég held helst að ég sendi Rannsóknarskipið bara norður á bílnum og verði heima hjá mér að pakka fyrir utanlandsferðina ógurlegu. Og hanga. (Að eins miklu leyti og það verður nú hægt, í fullu starfi með Freigátuna.) En heiðarlegar tilraunir til hangs verða gerðar, jájá.

Oj hvað ég er að verða löt.
Og hlakka til þegar, annað hvort, góða veðrið kemur til mín, eða ég fer til þess.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flan!! og Creme Brulee!!! *sluurrrppppp* Má sko ekki gleyma því! (bara verst hvað allir frönsku dessertarnir setjast á mjaðmirnar á manni grrrrr)

Unknown sagði...

Borða franskar konur þá ekki desserta?

Nafnlaus sagði...

Nei. Franskar konur drekka bara kaffi og reykja (af því að þær eru alltaf í megrun) og eru á óþægilegum skóm. Þess vegna eru þær líka alltaf svona geðvondar á svip.

Spunkhildur sagði...

Innskot:
Á pakistanískum veitingastað í Montpelljer fást gúbbífiskar með tómatsneið á kantinum. Mæli ekki með þeim rétti.

Spunkhildur sagði...

Blogger sagði matkr. Varð að koma því að.