Við erum að fara til útlanda. Það er kvenréttindadagurinn, ekki kvennafrídagurinn. Það þýðir að ég fæ ekki að halda á engu alla leið til útlanda, heldur að ég hafi rétt til að halda á nákvæmlega jafnmiklu og Rannsóknarskipið. Það er nú... frábært.
Verið er að leggja síðustu hendur á niðurpakkningi, og ég er eins og lítil, óþæg stelpa, gat eiginlega ekkert sofið í nótt fyrir spenningi. (Og fyrir stelpunni á efri hæðinni sem datt í hug að einmitt í gærkvöldi væri góð hugmynd að tjalda úti á trampólíni og halda vinkonum sínum uppi á snakki og píkuskrækjum þangað til ég klagaði í pabba hennar og hann dró hana inn, á hárinu. Mér til mikillar hamingju.) En allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir að uppeldi hafi verið framið á efri hæðinni, ætlaði ég aldrei að geta sofnað. Fyrst pirraði ég svolítið áfram á unglingnum á efri hæðinni (eins og ég hafi allldrei haldið vöku fyrir neinum á þeim aldri...) svo hafði ég áhyggjur af því að ég væri ekki sofnuð... og þar fram eftir öllu.
Ég er nú samt bara merkilega brött í dag. Enda eins gott, næsti svefn verður ekki framinn fyrr en úti í Montpellier, annað kvöld.
Fyrirhugað er að blogga frá útlöndum, hvernig sem gengur að standa við það.
19.6.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Heyrðu nú mig, ég hélt ég hefði kommentað á færsluna hérna á undan :-S Alla vega óska ég ykkur góðrar og viðburðalítillar ferðar, ánægjulegs sumarfrís, og þér sérstaklega til hamingju með viðurkenninguna fyrir austan.
Góða ferð og góða skemmtun:)
Bon Voyaze, mon sjér :) ... (orðin pínku pons röstý í þessari frönsku... :/)
Skrifa ummæli