7.7.07

Freigátusögur


Freigátan er greinilega fegin að vera komin heim. Hún er búin að vera svakalega þæg og góð og skoða dótið sitt. Áðan var hún að endurnýja kynni sín við Músahús Mikka, í morgunbarnatúmanum, og dansaði músadansinn af mikilli innlifun.

Annars eru gífurlegar framfarir að eiga sér stað þessa dagana. Í morgun gerðist tvennt í málheimunum. Hún sagði Einn, algjðrlega rétt, líka með nn hljóðinu sem útlendingar kunna ekki að segja, og svo held ég að hún sé farin að kalla sjálfa sig Diddu. Sem Elísabet fö verður sjálfsagt mjög ánægð með. En hún heitir það einmitt líka, innan fjölskyldunnar.

Freigátunni Diddu fer líka mikið fram með fínhreyfingar. Hún er mikið að teikna og er orðin mj'g flink að borða sjálf. Uppáhaldsdótið þessa dagana eru kubbar til að raða upp á prik. Stundum bilar reyndar þolinmæðin ef það gengur ekki alveg strax. Svo er líka gaman að klæða sig úr sokkunum og reyna svo að fara í þá aftur. Sem text aldrei. Eða reyna að klæða mig í þá. Sem er vísindalega ómögulegt, en alltaf jafnspennandi.

Svo hefur hún lært listina að fleygja sér í gólfið og orga, þegar þannig stendur á. Því er nú bara tekið með stóískri ró, og Móðurskipið gætir þess vandlega að það beri aldrei árangur. Vonandi átta menn sig með tímanum á tilgangsleysi aðgerðanna. Enda standa frekjuköstin nú sjaldan lengi yfir. Minnið er ekki orðið það gott, ennþá.

Ekki höfum við enn frétt hvenær húnn fær að byrja í leikskólanum. En nú er laugardagsmorgunn og um að gera að finna yfirgefinn leikskóla til að djöflast aðeins á.

Engin ummæli: