9.7.07

Svarti hundurinn í Montpellier

Ég var búin að gera mér grein fyrir því að ég var hundþunglynd í Montpellier. En ekki Hversu. Það er þetta með tilhneiginguna að langa mest að skríða ofan í holu og reyna bara að vera ekki fyrir? Ég gerði einmitt það, þar. Kannski er erfiðara að átta sig á því ef maður hefur aðstæður til að haga sér nákvæmlega eins og sjúkdómurinn heimtar. Þetta er líklega í eina skiptið sem ég hef misst matarlystina af þunglyndi. Að hluta til vegna þess að það var ekki hægt að feisa afgreiðslufólk matvöruverslana eða aðra í þjónustugeirum. Og bara þessi hálfi mánuður þar aftur núna, fór með mig langleiðina, þó ég sé öll að skríða upp stigann aftur.

En þetta er stórundarlegt. Að dvalir við suðurhöf þunglyndi mann? Svo er ég miklu betri í frönsku en mig minnti, en fékk algjört þynglyndisflog í hvert skipti sem ég skyldi ekki eitthvað. Og einföldustu framkvæmdir voru orðnar mjög alvarlega óyfirstíganlegar, eftir hálfan mánuð. Ég hef ekki grunmund um hvað veldur, nákvæmlega. Nema ef vera skyldi lyktin? Svona þungt loft með smávegis myglukeim? Huxa að ég fari ekkert að kanna það nánar, nema þá vel birg af Zolofti. Það er ljóst að ég verð líklega aldrei týpan sem eyðir jólunum á Kanarí.

Er allavega fegin að vera komin aftur til Íslandsins, í skýjað og hálfkalt júlíveður og vinnuna mína á hverjum degi. Rugga ekki bátnum frekar í bráð. Hlakka til þegar ég verð búin að raða öllu aftur inn í skáp og fá matarlystina til baka.

Kannski á svarti hundurinn bara heima í Montpellier?
Allavega beit hann okkur Svandísi báðar, þar.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert amk. sæt og fín svona heimkomin, átt bara að vera í nærheden ljúfan mín,- það fer þér best;-) Takk fyrir síðast stutt og notalegt að venju! Knús í skýjabakkanum...

Þórunn Gréta sagði...

Hehh... þessi kenning stenst ekki alveg, því ég hef aldrei verið bitin af svarta hundinum nema á litla ljóta Íslandi ;)

Sigga Lára sagði...

Hann fer kannski stundum í tripp. En á aðalaðsetur í Mont. Það útskýrir líka kannski eitthvað af hundaskítum...

Spunkhildur sagði...

Hundhelvítið fer víða, hinsvegar fer hann hljóðlega og læðist um og bítur á nóttunni, þannig að erfitt er að fanga hann og koma fyrir kattarnef.

Það yrði gaman að sjá.

Nafnlaus sagði...

þú hefur verið klukkaður af mér Hahaha. Viltu koma og vera barn aftur í smá tíma og leika við mig og hina ?

Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn og erum þannig öll hluti af leik sem er svo mikilvægt að muna þegar maður verður fullorðin.við gleymum því of oft þegar við verðum fullorðin og þess vegna er heimurinn kannski eins og hann er.

Svo er bara að fara í gang KLUKKKKK

Sigga Lára sagði...

Wow. Þetta er flókið. Ég held ég þurfi að lesa þetta nokkrum sinnum, hægt. Eða svo ég vitni í ákveðna húsfrú: I don't get it...