Húsmæðrun daxins var nú bara ótrúlega þolanleg. Enda húsið fullt af gestum allan daginn. Þegar maður er að tala við fólk, gerast lágmarkshúsverk einhvern veginn af sjálfum sér. Á morgun er svo kominn föstudagur, síðasti dagurinn sem heimavinnandi húsmóðir, Eló mágkona enn í heimsókn, og ég fer bæði í sjúkraþjálfun og vonandi í bumbusund, ef Hugga móða verður í stuði til að passa. Svo þetta virðist ætla að hafast, án inngrips meðferðarteymis eða geðlyfja.
Og leikritið æðir áfram og er að huxa um að verða söngleikur. Gerði það snarlega í dag þegar ég impraði á þvi við Tónskáldið að semja huxanlega tónlist í sollis, og brást það hið spenntasta við. Soldið spennandi... En þar sem við Tónskáldið höfum huxað okkur að semja saman óperu eftir 3 ár, er kannske ekki verra að við byrjum að æfa okkur.
Innihald verksins er að öllu leyti hernaðarleyndarmál í bili.
Og það er að koma menningarnótt. Ég hef stundum gert misheiðarlegar tilraunir til að "Menningarnótta" en það hefur aldrei brugðist að niðri í bæ hef ég ekki fundið viðburðina sem ég ætlaði á og jafnan orðið ótrúlega syfjuð, bara. Mig langar pínu að sjá Hálfvitana ljótu á Miklatúni... en ég er nú alltaf að hitta eitthvað af þeim auk þess sem diskurinn er það eina sem er spilað í bílnum. Svo veit ég ekki hvort ég nenni að bögglast með börn og grindargliðnun í gegnum miðbæinn, þar sem milljónir manns verða saman komnar. Það er kannski frekar að maður brjótist niður í ráðhús að heyra hann Svan litla spila á gítarinn sinn um hálfsjöleytið. Allavega er ljóst að eitthvað minna verður tekið þátt í unglingafylleríinu í ár.
Sybb og andleysi.
Best að fara að huxa um hvað á að vera í matinn á morgun...
16.8.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli