13.8.07

Frelsun Litla-Makka

Herti lox upp hugann og hringdi til að athuga með verustaði Litla-Makka (og Míka).
Þegar þetta er skrifað er ég á hóld, með öööömurlegustu hóldmúsík í heimi.

Allavega. Núna er ég að vinna næstsíðasta daginn í vinnunni. Sá gleðilegi viðburður vildi til þegar ég fór að taka til í draslinu í vinnutölvunni að ég fann atriðin sem mig vantaði inn í að geta klárað að ganga frá handritinu að Listinni að lifa. Hún endaði í 54 blaðsíðum, 34 atriðum. Mikið bútasaumað leikrit.

Jæja. Nú held ég að tollarinn sem veit mætti alveg fara að svara í símann.

Fyrirhugað er að verða síðan heimavinnandi húsmóðir í 2-3 daga, en þá daga held ég að Eló mágkona ætli einmitt að vera í heimsókn hjá mér! Eftir menningarnóttarhelgina ætlum við Freigáta síðan að breggða okkur austur og skemmta ömmu-Freigátu aðeins. Fram að hálfskoska brúðkaupinu sem við erum að fara í í Mývatnssveit þann 25. (Hrikaleg örlög að vera alltaf óléttur þegar maður á að mæta í óvenjudrykkfelld brúðkaup...)

Nú fer ég að halda að ég hafi endanlega týnst í símakerfinu á Keflavíkurflugvelli.

Annars er nokkuð í þessu hjá henni Höllu. Hún var að spá því að tölvan mín myndi lenda í óskilamunum... Kannski bara ódýrara að versla hana þaðan?

Vott ever. Nú hringi ég aftur.

ps: Fékk að lokum samband við mann sem gaf mér númer hjá konu. Hún gaf mér aftur númer hjá lögfræðingi sem er ekki við fyrr en eftir 13.00. Og mér skildist að ég hefði átt að finna á mér að ég ætti að hringja í hann í staðinn fyrir að bíða eins og fáviti eftir tilkynningu/rukkun/stefnu/handtöku.
Hmmmm... Það er ekki auðráðið, dómskerfi Íslands.

pps: Náði í manninn og komst að því hvernig ég frelsa Míka úr prísundinni. Aðalrefsingin felst tvímælalaust í að þurfa að keyra Reykjanesbrautina. Mér finnst að finna löggustöðina áMiðnesheiði, tala við Alvarlegan Lögfræðing sem skammar mig örugglega fyrir að vera glæpamaður og borga fimmtíuþúsundkall eiginlega ekkert mál miðað við það. Ég er mjög hrædd við Reykjanesbrautina og finnst hún jafnan helsti farartálminn á leið til útlanda.
En, sem sagt, er búin að boða komu mína til frelsunar Míka úr tugthúsinu á Reykjanesi síðdegis á morgun! Og verð mikið fegin þegar það kurl verður komið til grafar. Hvernig sem sakaskráin mín fer út úr því.

2 ummæli:

Hugrún sagði...

Ég skal veðja að einhver löggan er búin að vera að nota tölvuna til einkanota síðustu mánuðina og hefur pottþétt brennt Míka diskinn.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta allt saman;-)...Líklega best að kaupa svona gripi bara heima í okurbúllunum!!Knús