14.8.07

Framtíðin

..er alveg að koma. í dag er síðasti dagurinn í vinnunni. Þá liggur beinast við að athuga hvað örlaganornirnar á alnetinu hafa að segja. Það er nú ekki allt jafnágltt. Vissulega örugglega ekki andskotalaust að ætla að stökkva úr öruggu og yndislegu vinnunni sinni í að læra eitthvað alveg nýtt og misspennandi eftir margra ára heilarýrnun og ætla að gera það samhliða barneignum.

En lokaútkomuspilið kætti mig óstjórnlega:

Justice: The achievement of balance and inner harmony after a great trial. Agreements, contracts, or treaties concluded justly. Things set to rights. Karma restored. A turn for the better in legal matters.

Í dag verður Míka frelsaður og syndaaflausn versluð fyrir fimmtíuþúsund kall. það er nú ekki mikið, fyrir endurreisn karmans.

Semsagt, lögfræðileg málefni eru á uppleið. Fyndið. Ég var ekki einu sinni búin að átta mig á að ég ætti "legal matters."

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Ljótu ljótu tarotspil, ég þori ekki einu sinni að leggja aftur til að reyna að fá skárri útkomu en síðast þar sem allt fór syngjandi til helvítis út af arrogance vegna prior success. Jamm og já, ég þori varla að mæta í nýju vinnuna mína :-P

P.s. bið að heilsa Míka, hann er sætastur