29.10.07

Hvað þýðir "itta"?


Freigátan var svaka fegin að komast á leikskólann í dag og er eins og lítið ljós núna, búin að leika sér við Kormák Smábátsfrænda síðan hún kom heim. Hann er ári eldri en hún og þau eru orðnir miklir pallar og dugleg að leika sér. Hún er alltaf að koma með fleiri og fleiri orð, flest getur maður skilið, en nú er hún farin að nota eitt í tíma og ótíma sem við bara getum ekki fundið út úr hvað á að þýða.
Núna áðan sagði hún það mikið við mig, og ég spurði: Hvað meinarðu með "itta"?
Hún horfði á mig eins og ég væri meira en lítið treg og sagði: Bittak!

Ég er engu nær.
Einhverjar hugmyndir?

6 ummæli:

Siggadis sagði...

Ónei, sorrý... það er svo langt síðan ég kunni skil á svona barnamáli, langaði samt að lauma því að þér að hún Gyða er ógurlega mikið krútt og það hringlar í manni öllum þegar mar sér myndir af henni - ógó mikið krútt!

Nafnlaus sagði...

Sammála, hún er algjör snúlla,- hefur tekið alla ykkar yndiskosti og blandar þeim listilega saman í bjútíbín;-) Er hún ekki bara að kalla á systur sína í maga þínum? Hitt orðið þýðir ,,mamma nota höfuðið!!" eða þannig;-) Knús ljúfan mín

Sigga Lára sagði...

Góð tillaga. Hún bendir reyndar stundum á magann og segir: Babbitt! Og svo lemur hún á hann... veit ekki alveg hvort það er góðs viti.

Nafnlaus sagði...

ok, fyrirgefðu...babbitt þýðir sem sagt skammastín!!ekki seinna að vænna að siða litlu systur;-)og þig þegar á þarf að halda!
Knús

Spunkhildur sagði...

Mér þykir þetta nú frekar einfalt.
Itta = Þetta
Bittak = Þetta (með áherlsu)
Babbitt = Barnið

Getur það ekki verið?

Sigga Lára sagði...

Mjög sennilegt. Útskýrir líka hið margkveðna "dittitta" sem er þá væntanlega "Hvað er þetta?"