31.10.07

Valkvíðakast

Fattaði að útvarpsþátturinn minn er örlítið... ja, smá slatta, of stuttur. Þar með er komin afsökun, ef ekki bara ástæða, til að nota tónlist. 1 - 2 lög. Í viðbót við hið augljósa, Allt fyrir andann. (Má kannski taka fram að þátturinn er um sögu Bandalags íslenskra leikfélaga og heitir Allt fyrir andann. Svo það lag var fyrirframskipulagt inn í þáttinn.)

Síðan ég fór að pæla í tónlistarvali, í dag, hefur mér dottið allt of margt í hug. Til dæmist eftirfarandi, í einhverri röð.

- Að nota upphafslagið úr Nóbelsdraumum sem upphafslag og lokalagið úr sama leikrit, Blekkinguna, sem lokalag. Af því það passar svo vel.
- Að spila Ekki úr Eplum og eikum, af því að það er svo hrrrroðalega flott lag. (Reyndar heill haugur af flottum lögum úr því leikriti.)
- Að spila Reiðilestur úr Kolrössu. Eða eitthvað annað úr Kolrössu. Allt gott þar.
- Að athuga hvort ég finn eitthvað gott á eina Freyvangsdisknum sem til er á heimilinu til að spila eitthvað íslenskt og áhugaleikústengt sem er ekki Hugleixt.
- Að spila Smink með Ljótu hálfvitunum, af því að það er fyndið og lauslega leikhústengt.
- Að spila lokalag The Man of La Mancha í lokin, ef ég finn það.
- Að spila eitthvað úr Túskildingsóperunni, af diskinum sem Toggi brenndi einu sinni handa mér, ef ég finn hann.
- Að spila eitthvað af Harry Connick diskinum sem er allur úr leikritum, sem Rannsóknarskip er að reyna að ota að mér.
- Að spila "vel er mætt" af því að Togga finnst það eiga að vera bandalaxlag.
- Að spila eitthvað frægt eða semí... eða ekki... úr einhverju leikriti, íslensku eða erlendu... hmmm...

Og þetta er mér allt búið að detta í hug án þess að gramsa neitt í neinu.
Og ég hef pláss fyrir ca. tvö lög. Annað yrði sennilega að vera í lokin.
Segi nú skoðanir sínar allir sem nenna að hafa svoleiðis, og endilega ef mönnum dettur eitthvað eitursnjallt sem ég þekki ekki í hug.

Fer í stúdíó á mánudag.

2 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Þú mátt ekki gleyma að láta vita hvenær þátturinn verður fluttur.

Nafnlaus sagði...

Mig langar í hest ...

BerglindSteins