12.12.07

Helv...

Ég veit ekki undir hvaða stjörnuspeki það fellur, en innra eyrað á mér á greinilega til að vera eitthvað geðveikt í desember. Nánar tiltekið, það vinstra. Nú er mér batnað af hræðilegu veikinni, sem var eiginlega bara hiti og svimi, sem var líklega útaf einhverju í innra eyra, eins og í desember fyrir 6 árum síðan, en ringlið er eftir.

Ég er öll alveg kolhringluð í hausnum og er ekki beint að fara að skila ritgerð í dag, eins og ég átti að gera. Er samt komin með vottorð, og ætla að reyna að skila á föstudaginn. Er að fara að hitta ljósmóður á eftir og eyrnalækni á föstudag og sá skal sko aldeilis fá að lækna mig, eða vottorða mig í bak og fyrir að ég geti ekki neitt í skólanum. Ég verð alveg gjörsamlega brjáluð ef þetta helvítis fokk á að eyðileggja fyrir mér helminginn af þessari annars ljómandi önn. Grrrr. Ég vissi ekki að það væri hægt að verða svona ógeðslega pirraður út í líkamspart á sjálfum sér. Ég er alvarlega að huxa um að láta taka úr mér innra eyrað. Helst bæði.

Semsagt, í staðinn fyrir að jólast um allt eins og vindurinn og hafa ógurlega mikla aðventu eitthvað, næstu vikuna, verð ég líklega hálfringluð, stressuð og geðvond að reyna að draga tvær ritgerðir útúr félaxheimilinu á mér, sem ég var annars alveg búin að sjá fram á að geta gert geðveikt vel.

Ég næ ekki upp í nefið á mér fyrir geðvonzku yfir þessum fjára!

2 ummæli:

Hugrún sagði...

Slakaðu bara á,
við getum bara jólað hér um jólin (ef sviminn rénar ekki bráðum). Ég gæti meira að segja bakað og þú veist nú hvað ég er dugleg í þrifum.

Nafnlaus sagði...

Ég var alveg búin að gleyma þessu með félagsheimilið, takk fyrir að minna mig á, þvílík snild!
En ég vona að þér batni sem fyrst og að þú getir klárað önnina án frekari vandræða.