8.12.07

Kólasveinninn!

Kemur í dag! Það er kóklestardagur! Jafnómissandi hlekkur í jólakeðjunni og aftansöngur á aðfangadaxkvöldi! Hugga móða kom og sótti Freigátuna og þær fóru í bæinn að gá hvort þær rækjust á kólasveinana.

Ég er alltaf að missa einbeitinguna. Það eru hippar í sjónvarpinu. Þeir voru nú merkilegir.

Rannsóknarskip er svakalega duglegur. Hann er að taka til, alveg eins og jarðýta.

Ég er að gera Ekkert. Líklega er ég með einhverja veiki. Í gær var mér skítkalt allan daginn, í dag er ég bara með klikkaðan svima. Vona að það sé bara einhver bjánapest, og ekkert meðgöngutengt.

En það átti nú hvort sem var að vera frekar latur dagur í dag. Ég er svona hálfbúin með ritgerðina sem ég á að skila á miðvikudag, í formi fyrirlesturs, þarf eiginlega bara að lesa smá greinar og raða henni svo aftur. Ef ekki fer þýðingavinnan mikið að káfa uppá það, verður þetta bara allt í sómanum þó ég hangi í ónýti um helgina.

Doors var nú ágætismynd. Ég er hins vegar með þá kenningu að þeir sem tóku Jim Morrison og hetjudýrkuðu hann, séu allir alkóhólistar. Mér fannst Morrison óttalegur bjáni í þessari mynd. En auðvitað hélt maður þeirri skoðun nú fyrir sjálfan sig á árunum kringum útkomu myndarinnar. Hún hefði nú þótt frekar ókúl. Í menntaskóla var kúlið allt.

Heimildamyndir um hippa og negra eru nú ekki beint afsvimandi... Þessi mynd er bara algjört augnlím. Og það verður að segjast. Rappið er nú sennilega það bókmenntalegasta sem hefur verið að ske í heimi dægurtónlistar undanfarna áratugi. En djull finnst mér það nú samt leiðinlegt.

Ég heyri að félaxlíf Freigátunnar er að verða algjörlega þéttskipað í dag. Faðir hennar er að skipuleggja að fara með hana á bæ að horfa á fótbolta, þegar hún snýr aftur úr kólasveinaferðinni. Þá ætla ég að fara að sofa. Þetta kaffi er ekkert að gera fyrir mig. Er enn alveg rangeygð. Er sennilega með örflensu sem hefur aðallega tekið sér bólfestu í öjmingjans innra eyranu mínu.

Endum þetta samhengislausa (aðventu?) rant á smáplöggi.

Jólaprógramm Hugleix
sem árlega slær óskaplega í gegn, verður framið í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld, sunnudaxkvöld 9. desember og þriðjudaxkvöld 11. desember klukkan 21.00 að staðartíma. Húsið opnar klukkan 20.30 og að venju kostar 1000 krónur íslenskar að hlýða og horfa á herlegheitin.

Dagskráin í ár gengur undir nafninu Aftansöngur jóla og inniheldur meðal annars frumflutning á þremur einþáttungum, skilst mér, og þar af er einn eftir Rannsóknarskip, sem leikritar alveg hringi í kringum Verðlaunaskáldið þessa mánuðina.

Allir mæta.

Engin ummæli: