Þeir hittast reglulega, eitt þriðjudaxhádegi í mánuði. Svo ætluðu þeir að hittast einu sinni að kveldi, svona undir jólin. Menn myndu kannske ætla og óttast að þeir færu eftir vinnu, hryndu íða og týndust síðan fram á fimmtudag? En, nei, ekki aldeilis, ekki þessir. Þeir ætla að fara snemma kvelds á Tapas, borða vel og drekka menntuð rauðvín, og síðan var stungið uppá að þeir skryppu og versluðu jólagjafir handa konunum sínum í miðbænum, í framhaldinu.
Þetta finnst mér alveg gífurlega fallegt plan og með þessu liðsinni, metrógenginu með fullan magann af Tapasi og rauðvíni, vænti ég einstaklega fagurrar/smekklegrar/góðrar jólagjafar frá eiginmanninum í ár.
Sem eru þó ekki vanar að vera af verri endanum.
Á meðan ætlum við krakkarnir að vera gífurlega dugleg að pakka inn jólagjöfunum sem eftir eru.
2 ummæli:
Kílómetró.
En ekkert til að hafa áhyggjur af, fyrr en hann fer að ganga í ökklasokkum.
Ég er að hugsa um að öfundast bara núna, minn maður er á einhverjum leiðinlegum fundum fram á kvöld alla vikuna, í Þýskalandi! Ég ætla bara rétt að vona að hann sé búinn að kaupa handa mér jólagjöf og afmælisgjöf, annars fæ ég örugglega straujárn eða eitthvað álíka spennandi...
Skrifa ummæli