Þetta varð okkur til ógurlega mikillar orku. Allavega er Rannsóknarskip búinn að vera að hamast við að taka til í allan morgun, með dyggri aðstoð Freigátunnar, og ég er eitthvað að maukast við að mjatla saman þýðingafræðiritgerðinni og ætti að geta klárað í dag, ef duglegur halda. Er reyndar kolringluð ennþá og svitna yfir öllusaman, en ætla og skal og get bara farið í bað á eftir.
Í augnablikinu er reyndar pása. Rannsóknarskip fór að horfa á Mjög Mikilvægan Fóboltaleik, Freigátan lagði sig og ég settist í einhverri rælni fyrir framan Silfur Egils. Og er búin að komast að sömu niðurstöðu og venjulega þegar ég hlusta á þann þátt. Allir eru bjánar.
Þannig að; ætli ég haldi ekki bara áfram að ritgerða... eða leggi ringlaða hausinn á mér aðeins.
Fór annars í jóga í gær. Það var um það bil það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert. Sjitt hvað jafnvægis- og öndunar eitthvað er erfitt með ringli. En ringlið var miklu betra á eftir. Svo að á morgun ætla ég bæði í M-jóga og sund, eins og ekkert c og vera dugleg í því í vikunni og gá hvort ég næ aftur á mér hausnum fyrir jól! Enda, samkvæmt síðustu fréttum af Bárubloggi um Egilsstaðafærðina er víst vissara að vera með öll tæki og tól til að hanga á löppunum í lagi þegar þangað verður komið.
Annars finnst mér líka orðið lítið pláss til að anda, borða, eða athafna sig að innan.
Barnið í sjálfri mér vex með ógnarhraða.
1 ummæli:
Farðu vel með þig ljúfust. Ekki viltu að ringlið verði hringlað?
Skrifa ummæli