16.12.07

Nýjasta nýtt

Mamma ætlar víst ekki að hafa Hamborgarhrygg á aðfangadaxkvöld. Vegna þess að ég sé svo ólétt og hún heldur að ég bjúgni mér til óbóta af honum. Í staðinn ætlar hún að hafa purusteik. En það er allt í lagi, við tókum nefnilega forskot á jólin í gær og borðuðum Hamborgarhrygg og tilheyrandi hjá afa og ömmu Smábátsins. Hah!

Þetta varð okkur til ógurlega mikillar orku. Allavega er Rannsóknarskip búinn að vera að hamast við að taka til í allan morgun, með dyggri aðstoð Freigátunnar, og ég er eitthvað að maukast við að mjatla saman þýðingafræðiritgerðinni og ætti að geta klárað í dag, ef duglegur halda. Er reyndar kolringluð ennþá og svitna yfir öllusaman, en ætla og skal og get bara farið í bað á eftir.

Í augnablikinu er reyndar pása. Rannsóknarskip fór að horfa á Mjög Mikilvægan Fóboltaleik, Freigátan lagði sig og ég settist í einhverri rælni fyrir framan Silfur Egils. Og er búin að komast að sömu niðurstöðu og venjulega þegar ég hlusta á þann þátt. Allir eru bjánar.

Þannig að; ætli ég haldi ekki bara áfram að ritgerða... eða leggi ringlaða hausinn á mér aðeins.

Fór annars í jóga í gær. Það var um það bil það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert. Sjitt hvað jafnvægis- og öndunar eitthvað er erfitt með ringli. En ringlið var miklu betra á eftir. Svo að á morgun ætla ég bæði í M-jóga og sund, eins og ekkert c og vera dugleg í því í vikunni og gá hvort ég næ aftur á mér hausnum fyrir jól! Enda, samkvæmt síðustu fréttum af Bárubloggi um Egilsstaðafærðina er víst vissara að vera með öll tæki og tól til að hanga á löppunum í lagi þegar þangað verður komið.

Annars finnst mér líka orðið lítið pláss til að anda, borða, eða athafna sig að innan. 
Barnið í sjálfri mér vex með ógnarhraða.

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Farðu vel með þig ljúfust. Ekki viltu að ringlið verði hringlað?