2.1.08

Árið

hófst með því að nýjársdagur gleymdi að koma. Ég varð allavega lítið vör við að það birti í gær. En okkur var nú bara alveg slétt sama hérna í Brekkunni, vorum bara inni og átum.

Í dag var síðan kominn tími á aðgerðir. Við Rannsóknarskip fórum bæði til læknis og fengum sitt hvort pensillínið. Hann við stífluðum kinnum og ennisholum og ég við reykingahósta. Minn læknir bætti meiraðsegja um betur og sendi mig í blóðprufu í fyrramálið, til að gá hvort ég sé ekki örugglega á réttu pensillíni.

Við erum búin að fresta för til höfuðstaðarins fram á laugardag, þykjumst ekkert hafa þangað að gera meðan við erum enn hundslöpp. Og Rannsóknarskip var líka orðinn svo slæmur af heim-í-sveitina-þrá á milli jóla og nýjárs að það þarf nú að bæta honum það eitthvað upp.

Við skiptumst bara á að liggja eins og klessur og reyna að hafa ofanaf fyrir Freigátunni, en hún er alveg ljónhress eftir sinn pensillínkúr sem lauk á gamlársdag. Svo bryðjum við pillur og snýtum okkur og vonum að þetta sé ekki forsmekkurinn að heilsufarinu á árinu, heldur frekar svona "fararheill".

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég og minn rass þökkum hlý orð í okkar garð