12.2.08

Á afturfótunum?

Það byrjaði um hálffjögur í nótt. Hraðbáturinn var búinn að vera fantagóður að sofa í vöggunni sinni, en vaknaði allt í einu og vildi fá Mikið Að Borða. Viðstöðulaust til hálfsjö í morgun, nánar tiltekið. Klukkan 4 vaknaði svo Freigátan og var komin með hátt í 40 stiga hita. Rannsóknarskip tók málin í sínar hendur og uppvartaði með hitastíla og ýmis hitalækkandi og svæfandi trix. En það tók sinn tíma. Smábátur var því einn um að fara í skólann sinn í morgun, en Freigátan er heima og Rannsóknarskip með henni. Allir eru líka frekar syfjaðir úldnir og eru að fara aftur að sofa, núna eftir hádegið. Hinn hraðstækkandi hraðbátur er annars að halda uppteknum hætti og vaknar oft í dag og vill þá drekka lennnngi. Ég held það sé ekki ímyndun í mér að hann sé að stækka þvílíkt.

Og eitt sem ég gleymdi að taka fram:
Ég kemst í gallabuxur! Það er ekki fallegt, og því síður þægilegt, meira svona eins og að vera rúllupylsa, en það er hægt að mjaka þeim upp og jafnvel hneppa! (En fegurðin og þægilegheitin koma líklega ekki fyrr en eftir svona 10 - 15 kíló í viðbót. En þau verða nú ekki lengi að fara ef barnið ætlar að halda áfram að éta mig upp til agna. Tala nú ekki um ef einhvern tíma verður fært út fyrir dyr með barnavagna.)

Annað sem ég gleymdi að segja:
Heimasíminn okkar er búinn að vera hálfdáinn síðan um jól. Hann varð einmana í jólafríinu og fyrirfór sér. Nú hefur hins vegar verið fjárfest í nýjum og minna viðkvæmum græjum, svo það er aftur hægt að hringja í okkur.

2 ummæli:

Siggadis sagði...

Hey - það var líka opinber gallabuxnadagur hjá mér í dag - ekkert lítið þægilegt að komast í solleis... :-) Maður er allur að koma til frá Flóðhestasyndróminu :-)

Nafnlaus sagði...

a...a... smá leiðrétting. Það ganga stólega ýktar sögur um að börn geti étið mann upp til agna. Sjálf var ég með tvo unga hangandi utan á spena í 8 mánuði og þá sá ekkert á mér. Þeir hins vegar bólgnuðu út :o)habbý